Fons Juris

Framsækið nýsköpunarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni.

Fullkomið safn lögfræðilegra heimilda

Allir dómar Hæstaréttar, dómar héraðsdómstólanna, Félagsdóms og Landsdóms.

Álit Umboðsmanns Alþingis, reglugerðir, úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalda, úrskurðar- og kærunefnda auk allra lagasafna frá árinu 1995.

Tölublöð Úlfljóts, Tímarits Lögfræðinga, Tímarits Lögréttu og margt fleira.

Stærsti gagnagrunnurinn og kraftmesta leitarvélin

Safnað hefur verið saman á einn stað miklu magni af gögnum, ekki einungis dómum, sem áður þurfti að afla frá fjölmörgum vefsíðum eða með ýmsum öðrum hætti og skilar ný og öflugri leitarvél nákvæmum niðurstöðum á örskotsstundu.

Heildarlausn

Fons Juris er heildstætt kerfi lögfræðilegra heimilda sem safnað hefur verið saman á einn stað með fjölda úrvinnslumöguleika, notendum til hagsbóta og hægðarauka.

Gæði

Fons Juris er ætlað að einfalda störf þeirra sem fást við lögfræðileg viðfangsefni til mikilla muna og uppfæra starfsumhverfi þeirra til móts við það sem best gerist.

Áreiðanleiki

Við leggjum mikið uppúr því að kerfið sé vel uppfært og að nýjum heimildum sé bætt við um leið og þær liggja fyrir.